top of page
Recent Posts
Search

Athygli þín er það verðmætasta sem þú átt!

  • Ingvar Jónsson
  • May 6, 2024
  • 2 min read

Neikvæð hlutdrægni, að viðhalda villuleitandi og fot neikvæðu viðhorfi er okkur afar tamt. Eins langt og skilningur okkar nær þá erum við (hugur okkar) í stöðugri hættuleit. Undirmeðvitundin er stöðugt að skanna umhverfið til að tryggja öryggi okkar – stöðugt, alltaf!


Setjum þetta í samhengi við nokkrar áhugaverðar staðreyndir.

  • Staðreynd 1: Við höfum á milli 20-30.000 innri samræður á dag – 90% af þeim eru þær sömu og í gær.

  • Staðreynd 2: Heilinn er stöðugt að leita staðfestinga í mynstrum (e. pattern confirmation), einhverju sem við þekkjum. Til dæmis, ef konan mín er ólétt þá byrja ég að taka eftir óléttum konum í mun ríkara mæli eða ef mig langar einhverja sérstaka tegund af bíl, þá er eins og ég sjái hann út um allt.

  • Staðreynd 3: Heilinn leggur einungis meðvitaða merkingu í mjög lítinn hluta þess sem hann skynjar. Undirmeðvitundin ræður mestu um hvað það er sem kemst inn á radar meðvitundarinnar.

  • Staðreynd 4: Til að upplifa hamingju og vellíðan þurfum við að hafa fimm sinnum fleiri jákvæðar hugsanir en neikvæðar. Sálfræðingurinn John Gottman sýndi t.d. fram á það að til þess að viðhalda hamingjusömu hjónabandi þarf fimm hrós til að jafna út eitt tuð, jákvæðni/neikvæðni hlutafall 5/1. Stjórnendur mættu líka hafa þetta hugfast gagnvart sínu fólki og eins foreldrar gagnvart börnum sínum.

  • Staðreynd 5: Þegar við höfum náð 6 ára aldri höfum við heyrt orðið NEI 30.000 sinnum en orðið JÁ 6.000 sinnum.

  • Staðreynd 6: Rannsóknir hafa sýnt fram á að 95% barna eru snillingar þegar kemur að sköpun, þegar við náum 25 ára aldri eru aðeins 2% okkar sem falla í þann flokk.

  • Staðreynd 7: Hlutfall neikvæðra frétta á móti jákvæðum er 17/1. Erlendur vefmiðill álvað að flytja eingöngu jákvæðar fréttir í einn dag – en hætti við tilraunina á hádegi þegar umferð á vefinn hafði dregist saman um 90%.


Hvað segir þetta okkur?

Við lifum á tímum gegnsægis og stöðugs áreitis neikvæðra upplýsinga og frétta. Til að sogast ekki inn í svarthol neikvæðni, nöldurs og niðurbrjótandi áreitis verðum við að taka meðvitaða ákvörðun um að vera þakklát og jákvæð. Við þurfum að átta okkur á því að það er í okkar valdi að leggja meðvitaða merkingu í það sem er í gangi í kringum okkur. Viðhorf okkar er á okkar valdi – það á ekki að vera á valdi annarra.


Tannburstaaðferðin

Frábær leið til að auka meðvitund okkar um það góða í lífinu er að nota tannburstaaðferðina. Hún gengur út á að nýta tímann þegar við burstum tennurnar í að minna okkur á hvað við höfum ótal margt til að vera þakklát fyrir, það er yfirleitt miklu meira og fleira en við veitum meðvitaða athygli.


Að gefa okkur þessar 2 mínútur áður en við förum út í daginn og 2 mínútur að kveldi í að vera þakklát, að þakka fyrir það sem við höfum í stað þess að veita því athygli sem okkur skortir getur haft keðjuverkendi áhrif á það hvernig okkur líður og hvernig við upplifum heiminn í kringum okkur.


Njótum dagsins!

Höfundur: Ingvar Jónsson


 
 
 

Commentaires


Hafðu samband

Success! Message received.

Hvar erum við?

Strandgata 11

220 Hafnarfjörður

v. hliðina á Súfistanum

  • White Facebook Icon
  • White Twitter Icon
  • White Google+ Icon

© markþjálfin.is (öllu efni af síðunni má stela og stílfæra svo lengi sem það sé notað til góðs en ekki til að skapa fjárhagslegan ávinning)

bottom of page