

Við leitum að einstaklingum sem eru til í að taka þátt í 49. daga áskorun sem er hluti af framhaldsnámi Profectus í markþjálfun.
Hvað er í þessu fyrir þig?
-
Frábært tækifæri til að ná þeim markmiðum sem þú stefnir að.
-
7 einkatímar í markþjálfun nemanda í framhaldsnámi Profectus.
-
Stolt, gleði, sigurtilfinning og ánægja með að ná að sigra frestunaráráttuna og sjálfan þig :-)
Hverjar eru þínar skuldbindingar?
-
Þú skuldbindur þig til fullrar þátttöku alla 49 dagana (ca. 15-30 mín. daglega).
-
Þú vinnur öll verkefnin sem fyrir þig verða lögð þeim markþjálfa sem þér er úthlutað.
-
Þú heldur dagbók yfir allt sem tengist markmiðavinnunni, bæði sigra og ósigra.
-
Svo þarftu að halda kúlinu þó þú farir fram úr eigin væntingum og komir þér á óvart með árangurinn sem þú átt eftir að ná.

Sigraðu sjálfan þig – aftur og aftur! er verulega endurbætt útgáfa af Sigraðu sjálfan þig sem kom út 2018 og hefur verið uppseld síðan 2019.
Þetta er einstök bók sem getur liðsinnt öllum þeim sem hafa hug á að brjótast úr fari vanans, stefna hærra og sækja lengra – hvort heldur er í starfi eða einkalífi.
Bókin er byggð á hugmyndafræði markþjálfunar og unnið er markvisst með fjölmörg verkfæri sem auðvelda lesandanum að ná markmiðum sínum og sigra sjálfan sig.
Ingvar Jónsson er stjórnunar- og markaðsfræðingur, EQ-sérfæðingur og PCC- fagþjálfi sem hefur þjálfað hefur stjórnendur hér heima og víða erlendis í á annan áratug til að efla færni þeirra í starfi.
Ingvar hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir störf sín og framlag til mannauðsmála, meðal annarra: einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi (2019), ACRE Excellence in Creativity Award (2021), Global HR Maveric (2022), Iconic Coaching Leader (2023) og Golden Aim Award for Excellence and Leadership and Human Resource Management (2023).
Ingvar hefur síðustu 7 ár skrifað og þróað nánast allt námsefni fyrir bæði grunn- og framhaldsnám Profectus. Hann er einnig rithöfundur og hefur síðustu ár skrifað nokkrar bækur sem eiga það sameiginlegt að fjalla að verulegu leyti um markþjáflun og nokkrar þeirra eru hluti af námsefni okkar. Þar má nefna: The Whole Brain Leader (2015) - Coaching - Bringing out the best (2016) - Sigraðu sjálfan þig! (2018) - Hver ertu og hvað viltu? (2020) , Brand Vision Cards (2021), Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur! (2022) og LEIÐTOGINN - Valdeflandi forysta (2024)