top of page
Recent Posts

Máttur þess að skrifa hlutina niður

  • Ingvar Jónsson
  • Dec 5, 2025
  • 1 min read

Þú vilt finna drifkraftinn innra með þér og skrifa niður markmiðin þín. Við fyllum stundum hugann af upplýsingum og alls kyns „dóti“ sem við náum varla að flokka og vinna okkur í gegnum. Þetta er eins og að vera í auga stormsins.


David Allen, höfundur bókarinnar Getting Things Done (2001, Hvernig á að ljúka við viðfangsefnin), mælir með því að gera það sem hann kallar „kjarnadembingu“. Hún felur í sér að skrifa niður allt sem þú þarft að takast á við. Með því að skrifa niður hvert atriði sem þér dettur í hug býrðu til pláss í höfðinu til að einbeita þér að mikilvægari verkefnum.


Með því að skrifa hlutina niður:

  • Færðu betri yfirsýn.

  • Upplifir þú betri stjórn.

  • Sérðu hlutina í öðru ljósi.

  • Getur þú velt fyrir þér „stóru myndinni“.

  • Áttu auðveldara með að setja hluti í samhengi.

  • Manstu þá frekar þar sem þú notar fleiri heilastöðvar þegar þú lest.

  • Upplýsir þú heilann um að þú ætlir að standa við þá.

  • Hreinsar þú hugann og öðlast hugarró.

  • Áttu auðveldara með að vinna úr tilfinningum þínum.

  • Færðu greiðari aðgang að „núinu“.


Minni okkar er eins og lek fata. Það er kerfi sem við getum ekki treyst á til lengdar. Með því að skrifa hlutina niður eða koma þeim í eitthvað „kerfi“ sem þú getur treyst, hvort sem það er síminn, dagbókin í tölvunni eða eitthvað annað, ertu að senda þér skýr skilaboð um að þú axlir ábyrgð á þér, verkefnum þínum og lífinu.

 
 
 

Comments


Hafðu samband

Success! Message received.

Hvar erum við?

Strandgata 11

220 Hafnarfjörður

v. hliðina á Súfistanum

  • White Facebook Icon
  • White Twitter Icon
  • White Google+ Icon

© markþjálfin.is (öllu efni af síðunni má stela og stílfæra svo lengi sem það sé notað til góðs en ekki til að skapa fjárhagslegan ávinning)

bottom of page